3. Law Courts – Fleet Street

Borgarrölt

Fleet Street

Temple Bar, London

Temple Bar

Hér erum við í Fleet Street, vestasta hluta City, hinni miklu götu fjölmiðlunar fyrri áratuga. Nú eru margir fjölmiðlarnir fluttir. Rétt við Middle Temple Gateway er Temple Bar, er drottningin má ekki aka hjá, nema með sérstöku leyfi borgarstjórans í City, sem er kosinn af gildum handverks- og kaupsýslumanna.
Ef við göngum Fleet street til austurs, framhjá Inner Temple Gateway, verður fljótt á vegi okkar el Vino, vel þeginn vínbar eftir langa göngu um hulin port og yfirskyggða garða.

Frá norðurhlið götunnar liggja fjölmörg smásund, meðal annars til dr. Johnson´s House frá um 1700. Sömu megin götunnar er Cheshire Cheese, gömul krá frá 1667. Hér taka við blaðhúsin og fréttastofurnar niður að Ludgate Circus, þar sem St Paul´s blasir við á hæðinni fyrir ofan.

Hér undir brautarteinunum er vínbarinn Mother Bunch´s. Ef við göngum vestur New Bridge Street að Blackfriars neðanjarðarstöðinni, er andspænis stöðinni kráin Black Friar.

Næstu skref