21. Írland – Carrigahowley

Borgarrölt
Carrigahowley Castle, Írland

Carrigahowley Castle

Carrigahowley

Við förum aftur út á N59, höldum þar áfram skamman veg og beygjum aftur til vinstri eftir afleggjara að gömlum hústurni.

Carrigahowley Castle er einnig nefndur Rockfleet Castle. Hann er á fjórum hæðum, reistur á 15. öld, eins og svo margir aðrir slíkir í landinu. Játvarður VI Englandskonungur niðurgreiddi slíka hústurna til að treysta tök lénsmanna sinna á óþægum þegnum írskum. Á neðstu hæð þeirra voru geymslur, en á fjórðu hæð voru vistar–verur húsráðanda. Carrigahowley Castle er vel varðveitt dæmi um þetta.

Dooagh, Írland

Dooagh

Dooagh

Hér getum við snúið við, ef við höfum lítinn tíma. Annars förum við áfram N59 til Mulrany, þar sem við beygjum til vinstri eftir R319 út í Achill-eyju til þorpanna Keel og Dooagh.

Achill-eyja er tengd með brú við meginlandið. Landslag þar er sérstætt og veðurbarið, kjörið fyrir öldureið, strandlegur og fiskisport. Sandstrendur og klettahöfðar skiptast á við ströndina. Trjálaus þorpin hvíla hvítmáluð við langa sanda.

Næstu skref