3. City – Tower Bridge

Borgarrölt
Tower Bridge, London 2

Tower Bridge

Tower Bridge

Úr Tower förum við fram á bakka árinnar, þaðan sem hægt er að fá sér bátsferð inn til Westminster. Frá ánni er einmitt eitt bezta sjónarhornið að White Tower. En við beinum sjónum okkar að öðru einkennistákni borgarinnar, Tower Bridge.

Þetta er neðsta brúin yfir Thames, reist 1886-94 í gotneskri stælingu frá Viktoríutíma. Hún er vindubrú, sem getur furðu snöggt hleypt skipum í gegn. Af henni er ágætt útsýni yfir ána og herskipið Belfast, sem liggur við festar ofan við brúna og er til sýnis.

St Katharine´s Dock

St. Katherine's Dock, London

St. Katherine’s Dock

Ef við göngum árbakkann undir brúna, komumst við framhjá Tower hóteli að St Katharine´s Dock, friðsælli lystisnekkjuhöfn. Hún var gerð árin 1827-28 og var þá ein aðalhöfnin í London, enda sú, sem næst var City.

Nú hefur verið safnað þar nokkrum gömlum skipum, þar á meðal Discovery, sem Scott fór á í suðurpólsferðina. Í gömlu vöruhúsi hefur verið innréttuð Dickens Tavern, þar sem gott er að sötra bjór að skoðunarferð lokinni, áður en skotizt er einstigi norðan hafnar upp til Tower Hill brautarstöðinni, þar sem þessi gönguferð hófst.

Næstu skref