2. Suðvesturborgin – Sint Luciensteeg

Borgarrölt
Historisch Museum, Amsterdam 2

Húsmerkingarsteinar við Historisch Museum

Frá höllinni skellum við okkur í mannhafið og látum okkur berast suður eftir Kalverstraat. Við förum svo til hægri í Sint Luciensteeg, þar sem fyrir okkur verða á vegg vinstra megin húsmerkingarsteinar. Þetta eru eins konar skjaldarmerki, höggvin í stein, sem í gamla daga komu í staðinn fyrir götunúmer í Amsterdam. Hvert hús í fínni hverfunum hafði slíkan húsmerkingarstein. Á göngum okkar um borgina sjáum við marga slíka, en hér hefur verið safnað á einn stað nokkrum steinum af húsum, sem hafa verið brotin.

Við getum litið inn á Nieuwezijds Voorburgwal. Á þessum parti þeirrar götu er frímerkjamarkaðurinn haldinn.

Næstu skref