2. Síkin – Gaflhúsin

Borgarrölt

Úr bátnum kynnumst við gaflhúsagerðinni og ýmsum tilbrigðum hennar. Húsin voru reist svona há og mjó, af því að borgarskattur manna fór eftir því lengdarmáli, sem þeir tóku af síkisplássi. Persónuleiki byggingarmeistara fékk svo útrás í nánari útfærslu gaflanna.

Gaflhús við síki

Gaflhús við síki

Tígulsteinn gaflanna er misjafn á litinn. Sum húsin eru ljósgrá, önnur brúnleit, gul, ljósrauð eða jafnvel blárauð. Þá er toppstykkið útfært á misjafna
n hátt, sumpart vegna tízkustrauma á 17. og 18. öld, og höfðu tilhneigingu til að verða voldugri, eftir því sem auður kaupmanna jókst með tímanum.

Þessi saga byggingalistar, samþjappaðrar í mjóum göflum, rennur saman við fegurð ótal bogabrúa yfir síkin og voldugra trjáa á síkisbökkunum. Úr þessu verður heildarmynd, sem bezt er að njóta úr báti á miðju síki.

Mörg fyrirtæki reka bátsferðir og hafa brottfararstaði víðs vegar um miðborgina. Sama er, hvar við byrjum hringferðina, sem tekur eina stund. Bátarnir eru svipaðir, verðið svipað og leiðin í stórum dráttum hin sama.

Næstu skref