2. Sevilla – Catedral

Borgarrölt

Catedral de Santa Maria, Sevilla

Catedral de Santa Maria

Patio de los Naranjos, Sevilla

Patio de los Naranjos, Catedral

Ekki er flókið mál að skoða hið markverðasta í Sevilla. Ekki þarf annað en að ganga kringum dómkirkjuna, sem yfirgnæfir umhverfi sitt með voldugum turni og víðáttumiklum svifsteigum, enda er hún sögð hin þriðja stærsta í heimi, næst á eftir Péturskirkju í Róm og Pálskirkju í London. Hún er byggð í svo síðgotneskum stíl, að áhrifa endurreisnartímans er farið að gæta. Byggingin hófst 1401, þegar rifin hafði verið íslömsk moska, sem stóð hér áður, þegar Sevilla var márísk borg. Frægt er vesturvirki kirkjunnar með margföldum dýrlingabogum umhverfis kirkjudyr.

Gengið er í dómkirkjuna bæði að vestanverðu og austanverðu. Að innan er hún yfirþyrmandi stór og kuldaleg, 56 metrar undir loft. 75 steindir gluggar eru á kirkjunni, sumir hverjir frá upphafi 16. aldar. Til vinstri við austurdyrnar er konungskapella, Capilla Real, þar sem hvíla nokkrir Spánarkonungar. Við enda suðurstúku kirkjunnar er líkkista Kólumbusar, borin af fjórum styttum, sem tákna fjögur konungdæmi Spánarveldis, sem þá voru Aragón, Castilía, León og Navarra.

Næstu skref