3. New York – veitingahúsin

Borgarrölt
Oyster Bar, restaurant, New York

Oyster Bar á Grand Central Station, eitt skemmtilegasta veitingahúsið

Matur – veitingahús

Veitingahúsin eru eitt bezta dæmið um, að í New York mætast allar þjóðir heims. Af 10.000 matstöðum á Manhattan er aragrúi af erlendum uppruna. Þar er hægt að fara hringferð um hnöttinn án þess að gera annað en sækja veitingastofur.

Kannanir sýna, að New York búar fara út að borða þriðja hvern dag að meðaltali, enda þarf mikil viðskipti til að halda uppi 10.000 matstofum. Margir þeirra kunna vel að meta góðan mat, svo að mikið er af prýðilegum veitingastöðum í borginni, þótt líka sé töluvert af lélegum og ómögulegum.

Næstu skref