2. Midtown – Columbus Circle

Borgarrölt
Ferðamálaráð, Columbus Circus, New York

Ferðamálaráð, Columbus Circus

Columbus Circle

Við göngum framhjá hinu fræga Carnegie Hall og förum út á Columbus Circle, þar sem ferðamálaráð borgarinnar býr í marokkönskum turni andspænis suðvesturhorni Central Park.

 Við höldum áfram eftir Broadway, framhjá Lincoln Center, þar sem við stöldrum við áður en við tökum stefnuna eftir Columbus Avenue. Frá Carnegie Hall og Lincoln Center er sagt framar í þessari bók, í menningarkaflanum.

 

Columbus Avenue

 

 

Columbus Circus, New York

Columbus Circus

Ein nýjasta tízkugata borgarinnar er Columbus Avenue, sem hefur blómstrað, síðan Lincoln Center var opnað. Þar hafa skotið rótum tízkuverzlanir, barir og veitingahús. Gangstéttarverzlun stendur og þar með blóma og útimarkaður er vestan götunnar, milli 76th og 77th Streets. Þar blasir við American Museum of Natural History. Við göngum meðfram því út í Central Park.

Næstu skref