2. Búðir – St James´s

Borgarrölt

1. gönguferð:

House of Hardy, London

House of Hardy

Hefjum gönguferðina við St James´s höll, á horni Pall Mall og St James´s Street.

Hardy

Berry Brothers, London 4

Berry Brothers  & Rudd

& Rudd

Pall Mall megin við hornið, á nr. 61, er Hardy, ein frægasta sportveiðiverzlun heims. Þar fást dýrustu veiðihjól í heimi, auðvitað sérsmíðuð fyrir verzlunina eins og annað, er þar fæst, svo sem stengur úr trefjagleri og kolefnisþráðum.
Nálægt hinum enda Pall Mall, rétt við Haymarket, er hin fræga sportveiðibúðin, Farlow, á nr. 56, sem hefur það fram yfir að vera konungleg hirðverzlun á þessu sviði.

Berry Brothers & Rudd

Handan hornsins, á St James´s Street nr. 3, er Berry Brothers & Rudd, elzta vínbúð í London, frá átjándu öld. Innréttingar eru forgamlar og gólfinu hallar til allra átta. Fræg er vogin, sem mælir þyngd þekktra viðskiptavina. Tvennt annað er merkilegt við verzlunina, að vínið er allt á lager í kjallaranum og að það er ódýrara en í flestum vínbúðum borgarinnar. Síðast kostaði Chateau Langloa-Barton 1971 ekki nema GBP 15 og Kiedricher Sandgrub 1976 ekki nema GBP 9.

James Lock

Lock, London 2

James Lock

Lobb, London 2

John Lobb

Nánast við hliðina, á nr. 6, er hattabúðin James Lock, frá 1765. Þar er frammi forgamalt áhald, sem minnir á gamla ritvél, notað til að máta höfuðlag og -stærð viðskiptavina. Eftir mælingu er hæfilegur hattur hitaður og síðan mótaður í form, sem fellur að viðskiptavininum. Á þessum stað var hannaður fyrsti harðkúluhattur í heimi. En nútildags eru einnig seldir sixpensara
r. Í búðinni er fágætt safn gamalla höfuðfata.

John Lobb

Nokkrum skrefum ofar við St James´s Street, á nr. 9, er John Lobb, sem hefur áratugum saman skóað brezku konungsfjölskylduna. Í búðarholunni er indæl leðurlykt og skóarar eru sýnilegir við vinnuna. Gert er trémót af fótum viðskiptavina og síðan eru skórnir auðvitað handunnir. Það kostar minnst GBP 150 á parið og tekur sex mánuði. En skórnir eiga líka að endast í áratug með réttu viðhaldi.

Næstu skref