19. Persía – Isfahan – Pol-e Khaju

Borgarrölt
IMG_0514

Pol-e Khaju brúin yfir þurran farveg yfir Zāyande fljótsins

Pol-e Khaju brúin

Ein fegursta brúin yfir Zāyande fljótið er Pol-e Khaju, reist um 1650 sem brú og stífla í senn, svo og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Brúin er 133 metra löng og hefur 24 steinboga. Áður fyrr voru tehús og verzlanir á brúnni.

Kalkh-e-Shehel Sotoun

Fjörutíu súlna höllin í stórum garði með bunulæk, sumarhöll keisaranna á tíma Safavída. Að því leyti ólík öðrum skreytingum múslima eru hér stór málverk af fólki og fólkorrustum. Garðurinn er svo frægur að fegurð, að hann er kallaður Persneski garðurinn.

Næstu skref
Kakh-e Chehel Sotun garður 2, Esfahan

Kakh-e Chehel Sotun garðurinn