20. Persía – Isfahan – Armenska kirkjan

Borgarrölt
Hvolf Armenska kirkjan 1, Esfahan

Hvolf Armensku kirkjunnar

Armenska kirkjan

Armenska kirkjan, Esfahan

Armenska kirkjan

Armenar flúðu hundruðum þúsunda saman frá Tyrkjaveldi undan ofsóknum soldáns í upphafi 17. aldar og settust hér að í skjóli Persakeisara. Þetta er þeirra höfuðkirkja. Að utan er kirkjan hversdagsleg, en að innan er hún þakin glæsilegu mósaík í persneskum stíl. Öfugt við moskurnar er hér mikið af litskrúðugum biblíumyndum af fólki. Við kirkjuna er safn fágætra bóka frá fyrri öldum. Nú á tímum búa 200-300 þúsund kristnir Armenar í landinu.

Hér endar þessi ferð um minjar fortíðar í Persíu nútímans.

Sjá nokkra ferðafélaga