18. Persía – Isfahan – Ali Qapu

Borgarrölt

Ali Qapu (Kalkh-e-Ali) höllin

Kakh-e Ali Quapu 1, Imam square, Esfahan

Kalkh-e-Ali Qapu höllin

Ali Qapu er sex hæða afleggjari konungshallarinnar, sem er vestanvert að baki Ali Qapu, eins konar útsýnispallur, móttökuhús sendiherra og veizlusalur og hljómlistarsalur með yfirsýn yfir risavaxið torgið.

Stóri bazarinn

Að grunni er Stóri bazarinn meira en þúsund ára gamall og var lengi einn stærsti bazar miðausturlanda. Verzlanir eru ekki lengur þar eingöngu, heldur hafa dreift sér allt umhverfis Naghsh-e-Jahan torgið. Þarna eru tehús og veitingahús, vinsæl af ferðamönnum. Þar á meðal er Azadegan tehúsið og Bastani veitingahúsið.

Næstu skref
Azadegan tehús, Esfahan

Azadegan tehúsið

Bastani restaurant, Esfahan

Bastani veitingahúsið