13. Egyptaland – Luxor – Ramesseum

Borgarrölt
Ramesseum, Dalur konunganna

Ramesseum

Ramesseum

Handan fljótsins eru tveir skoðunarstaðir á láglendinu, Ramesseum og Memnon-risarnir.

Ramesseum er musteri Ramesses II, guðs á jörð í hans tíð, illa skemmt af flóðum í fljótinu. Mikið er þar í lágmyndum gert úr sigri hans á Hittítum við Kadesh 1285 f.Kr., þótt raunar hafi þar orðið þrátefli herjanna.

Ozymadias, Dalur konunganna, Egypt

Ozymadias í Ramesseum

Memnon-risarnir eru tvær frístandandi styttur af sitjandi Amenhotep III frá 1350. Upphaflega var að baki þeirra risavaxið musteri Amhenhotep III á 35 hektörum, en lítið sést eftir af því. Stytturnar eru illa farnir af völdum flóða í fljótinu.

Colossi of Memnon, Dalur konunganna

Colossi of Memnon

Næstu skref