14. Egyptaland – Luxor – Dalur konunganna

Borgarrölt
Tutankahmon, Dalur konunganna

Gröf Tutankahmon í Dal konunganna

Grafir faraóa

Þutmosis III, Dalur konunganna

Stigi upp að gröf Þutmosis III

Í rótum fjallanna norðan Ramesseum eru risavaxin gil, Dalur konunganna, þar sem fundizt hefur 63 grafir faraóa í neðanjarðarhvelfingum. F
rægust er gröf Tutankhamen með haug af fjársjóðum, sem grafarræningjar höfðu ekki komizt í.

Þótt lausir fjársjóðir séu týndir og tröllum gefnir, eru þessar grafir þaktar myndum og letri, sem segja sögu hinna látnu faraóa. Þær gefa innsýn í merkasta ríki heims á fimm alda tímabili frá 16. öld f.Kr. til 11. aldar f.Kr. Þetta var tímabil hinna miklu herkonunga Nýja ríkisins, sem öttu kappi við Hittíta og Assýringa um yfirráð miðausturlanda.

Næstu skref