Yztu mörk einkavæðingar

Punktar

Ríkisrekstur er ekki lengur vandi á Íslandi. Við erum komin á yztu mörk þess, sem hægt er að einkavæða með árangri. Við skulum heldur líta kringum okkur. Við sjáum í Bandaríkjunum, að heilsugæzla er mun lakari en í Evrópu. Við sjáum í Bretlandi, að skólar reknir af trúfélögum eru mun lakari en ríkisskólar á Íslandi. Við sjáum í Kaliforníu og víðar, að einkarekstur á rafmagni skaðar neytendur. Við sjáum í þriðja heiminum, að einkarekstur á vatni að kröfu Alþjóðabankans drepur fólk. Helztu innviðir samfélagsins einkavæðast illa. Syfjuleg ríkiseinokun breytist í gráðuga einkaeinokun.