Ytrafell

Frá Hjallanesi á Fellsströnd að Kjallaksstöðum á Fellsströnd.

Við Hjallanes er talið gott hafnarstæði og voru um tíma áætlanir um hafnargerð. Á Kjallaksstöðum bjuggu Kjalleklingar, sem deildu við Ljótólfssyni á Ljótólfsstöðum, sem voru milli Staðarfells og Skóga. Um þau vígaferli er fjallað í Landnámu.

Byrjum við þjóðveg 590 við Harastaði milli Hjallaness og Sótaness á Fellsströnd. Förum rudda slóð norður hlíðina. Förum norðnorðvestur um Ytrafell og komum að Flekkudalsá. Förum norðvestur með henni með veiðivegi að vaði yfir Kjallaksstaðaá norðan brúar á þjóðvegi 590 sunnan Kjallaksstaða.

5,9 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Fellsströnd, Galtardalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag