Yndislega Aschinger

Ferðir

Búinn að panta viku í Berlín. Var þar í tvö ár fyrir rúmri hálfri öld, fyrir múr. Hef ekki komið þar síðan múrinn var rifinn. Ætla á Aschinger við hlið Bahnhof Zoo, þar sem námsmenn átu linsubaunasúpu fyrir 50 þýzka aura. Máttu taka eins margar brauðkollur og þeir gátu borið í höndunum. Methafinn bar 21 kollu. Reglan er enn í gildi, en nú kostar súpan tæpar fjórar evrur. Vinsæll staður virka daga, því maturinn á mensunni var óætur. Sunnudaga keyptum við fimm austurmörk fyrir hvert vesturmark á Bahnhof Zoo og fórum austur á Hótel Búdapest. Þar sörguðu þrír fiðluleikarar meðan við svangir átum þríréttað.