Yfirþjónn með stífa vör

Veitingar

Geiri Smart er smart veitingastaður á tveimur hæðum við Hverfisgötu, andspænis danska sendiráðinu. Humarsúpan (1900 kr) var mjög góð og matarleg. Langa dagsins (1900) var rétt elduð eins og á beztu stöðum borgarinnar. Þjónustan var íslenzk og elskuleg eins og vera ber. Er þar þó undanskilin yfirþjónninn. Stíf efri vör og yfirlæti hafa ekki sést í áratugi á íslenzkum veitingahúsum. En þarna var útlendingur yfir galtómum matsal. Við settumst við borð, sem ekki var merkt frátekið. Hún amaðist við okkur og sagðist kanna, hvort pláss væri laust! Kom svo og sagðist hafa getað fært pöntun annars fólk að öðru borði. Fleiri gestir birtust aldrei.