Yfirlýsingar í spurnarformi

Punktar

Ég vann einu sinni í nefnd með manni, sem gerði ekkert gagn, en flæktist sífellt fyrir með yfirlýsingum í spurnarformi. Ég varð pirraður á honum og losaði mig við hann sællar minningar. Sami stíll er á þættinum Staksteinum í Morgunblaðinu. Þar eru yfirlýsingar gefnar í spurnarformi: Hvað gerir Ingibjörg Sólrún? Ætlar hún að tala gegn þessu? Ætlar hún virkilega í slag við Lúðvík? Þar eru spurningamerki líka sett aftan við málsgreinar, sem ekki fela í sér neina spurningu. Mér finnst stundum, að hrútleiðinlegi nefndarmaðurinn skrifi þennan skondna pistil í Moggann.