Yfirburðasigur hrunverja

Punktar

Hrunverjar sigruðu í kosningum háskólastúdenta. Vaka hlaut 1835 atkvæði og hreinan meirihluta kosinna fulltrúa. Þar á ofan fékk framboðið Hægri menn 266 atkvæði. Þetta getið þið haft til marks um, að hrunverjar fá öflugan liðstyrk í náinni framtíð. Og að þjóðin hefur ekki lært neitt af hruninu. Áður en hendi er veifað verða hrunverjar aftur komnir til valda á íslandi. Léleg ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er hátíð í samanburði við það, sem þá mun koma. Tilgangslaust er að vona, að þjóðin endurheimti auðlindirnar. Innræktuð heimska hennar gerir henni ókleift að varpa af sér gamla okinu.