Ýfingar stjórnarflokka

Punktar

Ýfingar eru að hefjast milli stjórnarflokkanna. Helzt eru þar að verki Sigríður Andersen og Jón Gunnarsson, sem taka ekki mark á þeim línum stjórnarsáttmálans, sem ættuð eru frá samstarfsflokkunum. Jón Gunnarsson rekur harða stefnu í þágu fjárhaldsmanna sinna. Sigríður er bókstafstrúuð á Hannesarkredduna. Telur ekki þörf á að jafna kynbundinn launamun, því að hann sé ekki til. Hún styður þannig ekki stjórnarsáttmálann. Einnig vill hún lúskra á hælisleitendum. Erfiðir tímar eru framundan hjá samstarfsflokkunum, þegar þeir fara að útskýra valdalausa stöðu sína. Kannski eru þeir ekki til, ekki frekar en kynbundinn launamunur.