Washington Post kom aftur

Fjölmiðlun

Jeff Bezos, eigandi Amazon og nýr eigandi Washington Post, hefur hleypt eldmóði í flakið af gamla Watergate-fjölmiðlinum. Náði í Martin Baron, ritstjóra Boston Globe, og gerði að ritstjóra Washington Post. RÁÐNIR hundrað starfsmenn og líf og litur breiðist þar út. Blaðið er byrjað að skúbba og kvelja embættismenn eins og í gamla daga. Nú varð yfirmaður leyniþjónustunnar, Julia Pierson, að segja af sér. Blaðið er svo sem ekki orðið eins og hjá snillingnum Ben Bradlee á tíma Watergate. Er þó að ná sér á strik eftir langa lægð af tímum sparnaðar, niðurskurðar og fráhvarfs frá rannsóknum. Bættur tími Bezos með blóm í haga.