Wang drap tugþúsundir

Punktar

Tugþúsundir manna hafa látizt af völdum eitraðs efnis í lyfjum frá Kína. Wang Guiping fann upp á því snjallræði að drýgja lyf með diethylene glycol. Hann var skraddari, fávís um efnafræði, en kunni að nota nýfrelsið, sem hefur farið hamförum í Kína undanfarin ár. Stofnaði CNSC Fortune Way og hóf að selja lyf víða um heim. Fólk dó hópum saman í Panama, Haiti, Bangladesh, Nígeríu, Indlandi og loks einnig í Kína. Rannsóknir röktu dauðsföllin til verksmiðju Wang gegn vilja kínverskra ráðamanna. Eftir margvísleg undanbrögð stjórnvalda er hann nú loksins kominn í fangelsi.