Votta sjálfir eigin gæði

Punktar

Lengi hafa garðyrkjubændur sjálfir vottað á vöruumbúðum sínum, að varan sé „vistvæn“. Ég veit samt ekki um neina vottunarstofu hér á landi, sem kannar málin og gefur slíka stimpla. Með auknum áhuga almennings á heiðarlegri vöru taka skúrkar upp eigin gæðavottun. Mjólkurvörur eru vottaðar „bíólógískar“, þótt engin vottunarstofa sé þar að baki. Í dag sá ég eggjapakka frá verksmiðju með stimpilinn „óerfðabreytt“ á umbúðunum. Engin vottunarstofa er þar að baki. Íslendingar eru jafnan kræfir í lygunum, enda innræktaðir siðblindingjar. Hér vantar eftirlitsiðnað til að stöðva lygaflóðið. Matvælaeftirlit er steindautt.