Í stað þess að henda fleiri ríkispeningum í flokka og frambjóðendur á að veita skattaafslátt af stuðningi einkaaðila við þá. Í stað þess að banna stuðning fyrirtækja við flokka og frambjóðendur á að birta kjósendum fjárreiður þeirra. Í stað þess að leyfa ríkisendurskoðanda að kíkja í bókhald flokka og frambjóðenda á að leyfa kjósendum að kíkja. Ekki er vitað til, að ríkisendurskoðandi hafi nokkurn minnsta áhuga eða skilning á þörfum kjósenda. Hugmyndir þverpólitískrar nefndar um nýtt fyrirkomulag á þessum fjárreiðum leiðir því miður ekki til gegnsæis í pólitískum fjármunum.
