Vondur einkarekstur

Punktar

Reynsla síðustu ára á norðurlöndum og Bretlandi sýnir, að rekstur grunnþjónustu er beztur og ódýrastur hjá ríkinu. Lakari er pilsfaldarekstur, þar sem ríkið borgar fyrir einkarekstur. Og lakastur er hreinn einkarekstur. Þetta sýna meðal annars úttektir sænsku ríkisendurskoðunarinnar á heilsuþjónustu. Reynslan af einkavæðingu járnbrauta í Bretlandi er hin sama. Til viðbótar hefur hér á landi komið í ljós, að fámenni leiðir til fákeppni og samráðs einkaaðila á mikilvægum sviðum. Í bönkum, tryggingum, olíudreifingu o.fl. þarf ríkið að eiga fyrirtæki til að halda uppi samanburði á opinberum og einkarekstri í þágu notenda.

Riksrevisionen