Vondir sjóðir kveina

Punktar

Lífeyrissjóðir hafa hagað sér þannig eftir hrun, að erfitt er að hlusta á kveinstafi þeirra. Verst er, að gamlingjar eru að baki þeirra og munu bera byrðar af auknum kostnaði sjóðanna. Ríkisstjórnin vill stíga skref í átt til þjóðnýtingar og margir munu styðja þá þróun. Sjóðirnir fela sig hins vegar bak við Alþýðusambandið. Hafa þar stuðning við rustalega framgöngu gagnvart lántakendum. Gegn því verður að ráðast með nýjum lagagreinum. Hins vegar er rangt að skylda sjóðina til að taka þátt í fjármögnun gæluverka. Þeir þurfa einkum að fjárfesta erlendis til að vega á móti sér-innlendum hagsveiflum.