Vonda útlandið

Punktar

Fyndnar umræður á alþingi í gær. Stjórnarandstaðan skammaði þá, sem klúðruðu makrílviðræðunum. Ekki fyrir að hafa gert sig að fífli með að fara af fundi. Heldur fyrir að láta aðra hafa sig að fífli. Á þessu er stór munur. Í fyrra tilvikinu eru gerendur Sigurður Ingi og Gunnar Bragi. Í síðara tilvikinu er vonda útlandið gerandinn, það er Noregur og Færeyjar. Löndin, sem eru raunar hornsteinn nýrrar Evrópustefnu. Stjórnarandstaðan veit af biturri reynslu, að hatur á vonda útlandinu er grunnmúrað í þjóðarsálina. Kolbítar froðufella af frygð, séu þeir kallaðir stórasta þjóð í heimi. Því er útlandið skammað.