Vond gisting og matur

Ferðir

Vandi ferðaþjónustu felst ekki í of mikilli fjölgun hótela, þótt bransinn haldi því fram. Vandinn felst í þessu venjulega eftirlitsleysi ríkisins. Svört gisting eykst örar en önnur gisting og ekkert er gert í því. Í henni felst óheiðarleg samkeppni við þá gistingu, sem er uppi á borðum. Og svo eru komnir í bransann nokkrir gullgrafarar. Verðleggja gistingu eða mat langt umfram léleg gæði, sem þeir bjóða. Sögur af vondri gistingu og vondum mat sjást ótt og títt á veraldarvefnum. Gullgrafararnir okkar eru að venju þegar farnir að skaða ferðaþjónustuna og um leið framtíðartekjur okkar af henni.