Vond eru fyrstu, önnur og þriðju verðlaun hönnunar húsa á alþingisreitnum frá Alþingi að Herkastala og Ráðhúsi. Ekki að vísu eins vond og reitirnir tveir við Lækjargötu, neðan Arnarhóls og við Iðnó. Þar er skelfileg hönnun, í hróplegri og áberandi andstöðu við það gamla. Ég er ekki að biðja um Guðjón Samúelsson, heldur biðja um samræmi hins nýja við hið gamla. Sem tengir saman þingholt og vesturholt um Kvosina. Ekki kassa með láréttum línum, heldur klassíska Reykjavík með mjó hús og hallandi þökum. Enga skrifstofuveggi á jarðhæð. Þar séu veitingar og kaffihús og búðir fyrir hönnunarsölu, frímerki, gamlar bækur, antík og aðra sérvizku.
