Voða leyndó nöfn

Punktar

Hefðbundnir fjölmiðlar sögðu nýlega fréttir af illri meðferð hrossa. Fyrst var sýnt myndband af ógeðfelldri tamningu. Síðan voru birtar myndir af horuðum og sjúkum hrossum. Í fyrra skiptinu láðist að geta, hver var að verki. Í síðara skiptinu láðist að geta, hvaða jörð þetta var. Svo gegnsýrðir af feimni eru hefðbundnir fjölmiðlar. Í báðum tilvikum gat ég samt farið á spjallrásir hestamanna og komizt að hinu sanns. Í báðum tilvikum sögðu rásirnar mér það, sem hefðbundnir fjölmiðlar þögðu um. Þetta segir mér, að blogg og spjallrásir munu erfa ríkið af þögulum fjölmiðlum.