Milli óhóflega tíðra kannana á fylgi flokka án tillits til stöðu einstakra kjördæma kom vitræn könnun í gær. Fréttablaðið segir kjósendur telja velferð skipta mestu og þar næst efnahag. Í þriðja sæti eru skattar og í því fjórða umhverfið. Því miður birtist bara tilvísunin á forsíðu, en tilvísuðu fréttina vantaði í blaðið á bls. 6. Gaman verður að sjá, hvernig hvert mál lítur út í hlutfalli við normalkúrvu. Umhverfið er sennilega mál, sem skiptir fólki þétt til beggja enda. Við þurfum að sjá kúrvu hvers málaflokks til að skilja þessa annars ágætu könnun. Meðaltalið segir fátt.
