Við höfum lengi vitað, að Seðlabankinn er rekinn á brauðmolatrú eins og aðrir talsmenn greifanna. Ekki þarf stórfellda vitsmuni til að róa fram í gráðið og endurtaka möntruna í síbylju. Þessir telja, að öllu fé sé bezt fyrir komið hjá greifum, sem sáldri brauðmolum niður til skrílsins. Hagvöxtur mælist beztur, þegar launum er þrýst allra mest niður. Klerkarnir vilja ekki skilja tilgang samfélags. Sjaldgæft er þó, að biskupar trúarbragðanna séu svo utangátta að játa markmiðið. Þórarinn G. Pétursson er þó nógu vitgrannur til að segja upphátt: „Það sem við erum að gera er að draga úr ráðstöfunartekjum heimila.“
