Vinstri vængnum rústað

Punktar

Gott fylgi Samstöðu í nýrri skoðanakönnun gefur vonir um, að fjórflokkurinn verði felldur í næstu kosningum. Að vísu eru allar fylgistölur í könnuninni helmingi hærri en veruleikinn, því að helmingur spurðra neitar að svara. Í samanburði við gömlu flokkana er Lilja Mósesdóttir í góðum málum. Minna fer fyrir flokki Guðmundar Steingrímssonar og Gnarrista. Ef við lítum á stærsta flokkinn, hina óákveðnu, er ljóst, að góð færi eru fyrir enn fleiri framboð. Eins og Lilja og Guðmundur munu þau taka af vinstri vængnum. Kastali bófanna og bjánanna stendur hins vegar eins og klettur í hafinu hægra megin miðju.