Aftur er komin upp sú staða í skoðanakönnunum, að núverandi meirihluti í Reykjavík geti haldizt í kosningunum í vor á þann hátt, að Samfylkingin fái sjö fulltrúa, Vinstri grænir einn og Framsókn engan. Verði þetta útkoman, getur Framsókn ekki skotizt upp í hjá Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Um tíma var sá flokkur með hreinan meirihluta í könnunum, af því að hann var búinn að velja sér borgarstjóraefni, en Samfylkingin ekki. Nú er komið á jafnvægi milli stóru flokkanna að nýju og hæfileg spenna komin í spilin í borginni.