Vinstri grænir vilja þögnina

Punktar

Þingflokkur Vinstri grænna vill ekki birta minnisblað um ágreiningsmálin á fundinum í fyrradag. Vill ekki, að almenningur fái að vita. Dæmigert fyrir flokkinn og ríkisstjórnina sem aðila fjórflokksins. Hér er enn allt leyndó. Bankarnir lentu í höndum ríkisstjórnarinnar, sem gat afnumið bankaleynd, en gerði ekki. Endurskoðuð voru upplýsingalög, en gerðar sáralitlar breytingar á meginreglu leyndar. Persónuvernd stendur enn stíf gegn öllum tilraunum til að komast inn fyrir skel útrásarbófa. Sem telja ofurglæpi vera einkamál. Ráðherra vinstri grænna kórónar ruglið með frumvarpi um ritskoðun fjölmiðla.