Ég er orðinn einn af þessum Íslendingum með þriggja vikna minnið, sem ég hef talað yfirlætislega um nokkrum sinnum. Um daginn hrósaði ég Steinunni Valdísi Óskarsdóttir fyrir að koma snemma í vetur með tillögu um ókeypis leikskóla í áföngum. Ég var þá búinn að gleyma, að þetta hefur árum saman verið eitt af stóru málunum hjá vinstri grænum á Alþingi og í borgarstjórn. Steinunn Valdís og Samfylkingin eru númer tvö. Hitt er svo rétt, að Framsókn og Íhald hafa málið á stefnuskrá í kosningunum, lofa hverju sem er án þess að hafa lyft litla fingri áður.
