Vinstri grænir ekki stjórntækir

Punktar

Ögmundur Jónasson efast um dómgreind Jóhönnu Sigurðardóttur. Orð hennar á flokksráðsfundi gáfu ekki slíkt tilefni. Hún talaði ekki um einstaklinga. Sagði bara satt um órólegu deildina. Maður, sem talar eins og Ögmundur, getur ekki verið ráðherra í stjórninni. Hefur ekki dómgreind til þess. Talar áður en hsnn hugsar. Hann á að segja af sér. Reyna að grafa undan stjórninni utan frá. Ekki vera moldvarpa að innan. Það er einkenni vinstri grænna, að þar eru dómgreindarskertir hópar. Þeir hafa ekki næga dómgreind til að vera í samstarfi við annað fólk. Þess vegna eru vinstri grænir ekki stjórntækir.