Vinstri græn verja kvótagreifa

Punktar

Vinstri græn eru fremst í vörn fyrir frumvarpi um lækkun auðlindarentu á greifa sjávarútvegs. Lilja Rafney Magnúsdóttir segir lækkunina munu hindra gjaldþrot smáútgerða. Samt nemur arður kvótagreifa hundruðum milljarða og kallar á hækkun rentunnar fremur en lækkun. Eðlilegast væri þó að hætta þessu sífellda rifrildi um rentuna og bjóða fremur út veiðileyfin á frjálsum markaði. Leyfa markaðinum að stjórna, hversu mikið greifar vilja borga fyrir leyfin. Núverandi kerfi sogar hundruð milljarða árlega út úr þjóðfélaginu. Gerir því ókleift að standa undir sómasamlegum lágmarkslaunum, örorku og ellilaunum, svo og ókeypis heilsukostnaði.