Vinnusparandi eintal

Punktar

Óskar Bergsson skilur ekki, um hvað málið snýst. Hann telur það snúast um, hvað hann fái mikið fyrir hlutastörf hjá borginni og verktaka. Honum finnst það ekki bara í lagi, heldur beinlínis vinnusparandi, að Óskar Bergsson hafi eftirlit með Óskari Bergssyni. Þá getur hann talað við sjálfan sig í stað þess að tveir menn deili um keisarans skegg. Allir aðrir en félagsmenn vinnumiðlunar Framsóknar vita, að málið snýst um að hindra Óskar í að sitja beggja vegna borðsins. En félagsmönnum í vinnumiðluninni er fyrirmunað að skilja slík viðhorf. Þess vegna er Framsókn eins og hún er.