Vinnumiðlunin

Punktar

Síðan ég man eftir mér hefur Framsókn verið skrítið nafn á vinnumiðlun. Hún tók áratugum saman við sonum kaupfélagavaldsins og útvegaði þeim vinnu hjá ríkinu á mölinni. Þar hafa þeir fengið kaup fyrir að vera til og hafa stutt áníðslu kerfisins á neytendum á mölinni, einkum með því að halda uppi ósamkeppnishæfum landbúnaði. Áratugum saman skildu menn ekki, að Framsókn var vinnumiðlun. Síðan rugluðust menn af loforðum flokksins, til dæmis um afnám eiturlyfjaneyzlu. Nú hafa menn einnig séð gegnum slíkt. Þess vegna lyftist fylgi Framsóknar ekki aftur.