Vinnslustöðin stjórnar

Punktar

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum rak fjörutíu starfsmenn í vikunni og greiddi í leiðinni hluthöfum tæpan milljarð í arð. Sigurgeir B. Kristgeirsson kenndi hækkun veiðigjalds um brottreksturinn. Sagði hins vegar ekki, hverjum arður fyrirtækisins væri að kenna. Hinir gráðugu kvótagreifar hafa völd í landinu. Fengu frumvarpið um veiðigjald til meðferðar, áður en sátt náðist um það á Alþingi. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru fulltrúar kvótagreifa og halda löggjafarvaldinu í gíslingu. Ríkisstjórnin er valdalaus leiksoppur og verður hvað eftir annað að semja við þá um afgreiðslu mála.