Vindheimar

Frá Lýtingsstöðum meðfram Héraðsvötnum að brúnni á Héraðsvötnum.

Hestamenn hafa gert greiða götu meðfram Héraðsvötnum á þessari leið. Kaflinn milli Vindheima og Stokkhólma hefur enn ekki verið ákveðinn og ekki vitað, hvernig hann mun liggja. Spyrjist fyrir á staðnum.

Förum frá Lýtingsstöðum norðnorðvestur undir Eggjum um Þorsteinsstðakot og Brúnastaði. Þar förum við norður yfir hálsinn og áfram norðnorðaustur undir Hellisási að Stapa við Héraðsvötn. Áfram norður með Héraðsvötnum á móts við Vindheima. Síðan norður að Stokkhólma og eftir þjóðvegi 753 norður Vellina að þjóðvegi 1 vestan brúar á Héraðsvötnum.

18,9 km
Skagafjörður

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Ingimar Ingimarsson