Villurnar vaða uppi

Punktar

Ýmsar villur leika lausum hala í umræðu um fjármál. Hvatt er til hagvaxtar í formi aukinna viðskipta, en ekki aukinnar framleiðslu. Ímyndaður hagvöxtur. Talað er um, að verðbólgan án fasteignabólgu eftir hrunið sé fordæmalaus. En hún er það ekki. Menn hafa áður og ítrekað veðjað á að skulda í steypu og ítrekað farið illa út úr því. Ekki bara eftir hrun. Ríkið getur ekki ábyrgzt tap af slíku frekar en öðru braski. Krafan um leiðréttingu fasteignalána er komin út í öfgar. Talað er um að prenta seðla til að fjármagna sukk. En það leiðir til enn meiri verðbólgu. Sölumenn hagfræðilegrar snákaolíu vaða uppi.