Sérkennilegur er félagsskapur Bandaríkjanna á alþjóðlegum vettvangi. Með Sómalíu standa þau gegn alþjóðasáttmála um barnavernd. Í mannréttindaráðinu voru þau í fyrra 61 sinni með Kúbu, Zimbabve og Súdan. Gegn breytingu ráðsins stóðu þau með Marshall og Palau eyjum og Ísrael. Bandaríkin standa gegn öllum fjölþjóðasáttmálum og samningum, sem gerðir hafa verið, jafnvel hundgömlum Genfarsáttmála um meðferð fólks í ófriði. Bandaríkin telja sig ekki vera í samfélagi þjóðanna og eru raunar ekki í samfélagi þjóðanna, heldur stórhættulegt hryðjuverkaríki í sínu eigin villta vestri.
