Villigötur heilsukerfis

Punktar

Ríkisstjórnin er á villigötum í heilbrigðismálum. Hún gamnar sér við að ræða aukinn einkarekstur í kerfinu. Þótt reynslan frá Bandaríkjunum sýni, að slíkt hækkar heilsukostnað. Hún gamnar sér við að ræða um að lækka skatta. Þótt umtalsverð vandræði séu í heilsukerfinu af fjárhagsástæðum. Betra væri að gamna sér við ráðagerðir um að skilgreina, hvað skuli greiða og að hvaða hluta. Hver eru mörk heilsu og fegrunaraðgerða? Eru lyf svo dýr, að þau eigi ekki að kaupa? Eða þá aðgerðir, meðferðir? Á að halda lífi í öldruðum, sem þjást. Réttar spurningar eru erfiðar, þess vegna réttar.