Vill opna á herskyldu

Punktar

Dæmigert fyrir fýlu lagatækna út í uppkastið að stjórnarskrá er ákvæðið um bann við herskyldu. Er það þó í samræmi við grundvallarsjónarmið allt frá stofnun lýðveldis, að Ísland taki ekki þátt í stríði. Ákvæðið er einfalt og fríar borgarana einfaldlega við herskyldu. Engu máli skiptir, þótt önnur ríki hafi ekki slík ákvæði. Þau hafa öll verið meira eða minna í styrjöldum um aldir. Þar er herskylda talin nauðsynleg til að treysta öryggi ríkisins. Hér eru aðstæður aðrar og sjónarmiðin önnur. Einkennilegt er, að lagatæknar djöflast út í alls konar atriði, sem eru í verkahring þjóðar en ekki þeirra.