Vegagerðin fer með þær tölur, sem beztar eru vitaðar, þegar hún segir göng til Eyja munu kosta 70-100 milljarða. Ægisdyr, félag Árna Johnsen, er ekki sátt. Félagið telur mat Vegagerðarinnar á jarðfræði bergsins vera of svartsýnt og alþjóðlegar öryggiskröfur útreikninganna vera of strangar. Þetta eru gamalkunn viðhorf, ef fræðimenn eru mér ekki nógu hagstæðir, skipti ég um fræðimenn, -ef jarðlagaspá er mér ekki nógu hagstæð, skipti ég um jarðlagaspá. Verra er þó, að Ægisdyr telja, að öryggi Eyjabúa þurfi ekki að ná alþjóðlegum stöðlum.
