Vill falsa reglur

Punktar

Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra vill milda orðalagið í Evrópureglum, sem alþingi staðfestir. Telur, að unnt sé að innleiða niðurstöðu með því að breyta henni. Þetta skapar ýmsa möguleika fyrir Framsókn. Til dæmis mætti bæta orðinu „ekki“ inn á réttum stöðum. „Bannað er að virkja á náttúruverndarsvæðum“ mundi þá hljóða: „Ekki er bannað að virkja á náttúruverndarsvæðum“. Þannig væri hægt að innleiða reglurnar án þess að gera það. Slíkt væri einkar þægilegt fyrir umhverfisráðherra og aðra baráttumenn sérhagsmuna. Teljið þið, að ráðherra, sem hugsar svona, sé með fullu viti? Eða sé bara þessi venjulegi Framsóknarbófi?