Hestar vilja ekki vera inni. Þeir vilja heldur vera úti í tíu stiga gaddi eða í hláku og frosti til skiptis. Sé þeim gefið við opið, fara þeir inn til að éta og fara síðan út aftur, þegar heyið er búið. Þeim finnst betra að híma úti. Þeir velja þó skjól til að híma í. Til fyrirmyndar eru Y-hestaskjól, sem menn hafa víða sett upp og veita skjól fyrir öllum áttum. Smám saman hafa hestar vanið sig á íslenzkan vetur. Ef þeir geta, éta þeir á sig gat á haustin og veturna til að eiga aflögu fitu til að lifa á. Síðan renna þeir aftur á vorin, áður en nýgresið tekur við.
